fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Segir stórfurðulegt ef einleypir karlmenn á fimmtugsaldri hafa aðeins sængað hjá fjórum

Fókus
Fimmtudaginn 5. október 2023 16:00

Rachel Bilson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Rachel Bilson sem gat sér gott orð í unglingadramanu The O.C og svo í læknagríninu Hart of Dixie, hefur vakið töluverða athygli fyrir hlaðvarpið sitt, Broad Ideas, þar sem hún dregur ekkert undan.

Að þessu sinni beindi hún máli sínu að karlmönnum, nánar tiltekið einhleypum karlmönnum á fimmtugsaldri, og hvað hún hiki við að slá sér upp með slíkum mönnum ef þeir hafa aðeins átt vingott við örfáar hræður.

„Þetta á eftir að hljóma eins og frekar mikil dómharka, en ef gaur er á fimmtugsaldri og hefur bara sofið hjá fjórum konum….. eða það fer reyndar eftir ýmsu. Hann hefur kannski verið í áratugalöngu sambandi sem er virðingarvert.“

Hún tók þó fram að ef maður hefur sofið hjá mjög fáum konum þegar hann kemur á fimmtugsaldri þá finnist henni það furðulegt. Á sama tíma viðurkennir hún að þessir fordómar hennar séu líklega ósanngjarnir. Hún segist þó hafa vanið sig á að spyrja menn hversu mörgum þeir hafi sofið hjá, og ef talan er of lág, þá missi hún áhugann.

Má rekja þessi ummæli til samtals sem hún var að eiga vil vinkonu sína, Oliviu Allen, sem stýrir hlaðvarpinu með henni og við framleiðandann hlaðvarpsins, Rob Holysz. Þau fóru að rekja sambandssögu sína.

„Þegar fólk ætti að vera að fara á mikið af stefnumótum, til dæmis á þrítugsaldri, þá var ég í sambandi öll þau ár,“ sagði Rachel sem var í sambandi við leikarann Adam Brody í þrjú ár og fljótlega byrjaði hún með Star Wars-leikaranum Hayden Christensen en þau voru saman í um áratug.

Þetta eru aðeins nýjustu ummæli leikkonunnar sem vekja athygli á hlaðvarpinu, en áður greindi hún frá því að hafa verið að nálgast fertugt áður en hún upplifði sína fyrstu fullnægingu og svo greindi hún einnig frá því að fyrrverandi kærasti hennar, grínistinn Bill Hader, væri gífurlega vel að guði gerður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“