Hrannar Björn Steingrímsson bakvörður KA hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið.
Frá þessu er greint á vef KA í dag.
„Hrannar Björn mun leika sitt 11. tímabil fyrir KA næsta sumar. Hann hefur verið í stóru hlutverki hjá okkur og er það því jákvætt að hann verður áfram í gulu treyjunni,“ segir á heimasíðu KA.
Hrannar hefur í mörg ár verið lykilmaður í liði KA en hafði daðrað við önnur lið nú þegar samningur hans var á enda.
KA sóttist hins vegar eftir því að framlengja við Hrannar sem gerir samning út tímabilið 2025.