fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Morðið í Bátavogi: Parið var borið út úr húsnæði árið 2019 – „Kemur mér á óvart að hún hafi orðið honum að bana“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 5. október 2023 16:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Facebook-síðu konu sem situr í gæsluvarðhaldi, grunuð um að hafa banað sambýlismanni sínum laugardagskvöldið 21. september, er að finna myndband frá haustinu 2020 sem sýnir nágrannaerjur í húsi þar sem parið bjó áður. Myndbandið er raunar óljóst, það sýnir mann ganga niður stiga í sameigninni, fara inn í hjólageymslu í kjallara, ganga að rafmagnstöflu og ýta upp lekaliða. Þá kemur annar maður að honum, hrópar að honum ókvæðisorð og myndbandið leysist upp í handalögmál milli mannanna.

Atvikið mun hafa átt sér stað í fjölbýlishúsi við Básbryggju en þar bjuggu hin grunaða og hinn látni. Konan skrifar athugasemdir við myndbandið, meðal annars þetta: „Svona var lífið í Bryggjuhverfinu einu sinni gott hverfi en núna hverfa bílar af bílastæðunum meira segja!“ – Einnig segist hún, í fremur óskýrt orðaðri setningu, hafa verið læst úti og eigur hennar settar í gám, „án almennilegrar ástæðu nema geðsjúkra valdamanna“.

Áður hefur komið fram að konan hafi verið borið út úr húsnæði sínu en þá skorti upplýsingar um hvernig það hafði borið að. Samkvæmt öruggum heimildum DV var útburðurinn ekki vegna stefnu frá nágrönnum, sem þó töldu sig hafa fullt tilefni til slíks, heldur vegna vanskila við Íbúðalánasjóð sem krafðist nauðungarsölu.

Konan er sögð hafa búið í eigin íbúð í fjölbýlishúsi við Básbryggju í mörg ár en hinn látni flutt inn til hennar í kringum 2017. Fyrrverandi nágrannar bera um mikið ónæði frá parinu. „Hann gat farið miklum hamförum hér í sameigninni og brotið og bramlað inni hjá sér,“ segir einn nágranni en segist ekki vita til að maðurinn hafi beitt beinlínis líkamlegu ofbeldi. „Hann var samt alltaf mjög kurteis við mig ef ég þurfti að eiga orð við hann. Kom þá mjög vel fyrir og hann var alltaf vel til hafður.“

„Þetta var mjög erfitt sambýli. Hann var mjög erfiður í samskiptum og þau voru bæði mjög veik vegna fíkniefnaneyslu. Það var rosalegt álag á alla í sameigninni að þurfa að búa með þeim. Það var mikill næturhávaði, hann var með tónlist í botni á öllum tímum sólarhringsins, það var mikill næturhávaði og það var verið að bera inn og út fíkniefni, það var sölustarfsemi. Þau voru líka með kannabisræktun íbúðinni sem var stórskemmd eftir þau, samkvæmt þeim sem tók við íbúðinni,“ segir annar fyrrverandi nágranni parsins í Básbryggju.

Tíðar heimsóknir lögreglu og sérsveitar

Þessi nágranni telur að lögregla hafi komið hátt í 15 sinnum vegna parsins og sérsveit þrisvar til fjórum sinnum. Var það vegna átaka í íbúðinni og hávaða frá henni en einnig vegna fíkniefnabrota. „Það var martröð að búa með þeim, þegar einhver er svona veikur af fíkn þá ertu ekki að takast á við manneskjuna heldur við fíknisjúkdóm. Manneskjan er ekki lengur inni í þessari skel sem hún er orðin,“ segir nágranninn fyrrverandi. Og ennfremur: „Það kemur mér mjög á óvart að hún hafi orðið honum að bana. Hún var ekki ofbeldishneigð. Hennar mál er rosalega sorglegt allt saman.“

Telur þessi maður að ástand hinnar grunuðu hafi versnað mjög eftir að hún kynntist hinum látna: „Hún hafði verið lengi í fíkniefnum en hún fór mjög hratt niður þegar hún kynntist honum.“

Konan hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 18. október. Rannsókn málsins er í fullum gangi. Á manninum fundust áverkar sem talið er að hafi valdið dauða hans. Ekki er vitað til að neinn annar en konan liggi undir grun um að hafa orðið manninum að bana.

Bæði konan og maðurinn eru með marga refsidóma að baki, fyrst og fremst fyrir fíkniefnabrot. Ekki er vitað til að þau hafi verið dæmd fyrir ofbeldisbrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“

Sigmundur Davíð tjáir sig harkalega um VMA-málið – „Allt einhver fullkomin þvæla frá einstaklingi sem var ekki á staðnum“
Fréttir
Í gær

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald
Fréttir
Í gær

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“

Hvað gerist næst? „Versta sviðsmyndin er sú sem varð í Heiðmerkureldunum“
Fréttir
Í gær

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný