fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Dramað náði nýjum hæðum – „Svo ætlið þið að hafa þetta og gera mig að einhverju fokking fífli“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 5. október 2023 13:02

Mynd/Instagram/Skjáskot/YouTube @Stod2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dramað náði nýjum hæðum hjá áhrifavaldavinkonunum í síðasta þætti af LXS.

LXS eru raunveruleikaþættir á Stöð 2 um samnefndan vinkonuhóp.

Í þættinum þar á undan andaði köldu milli Magneu Bjargar Jónsdóttur og Birgittu Lífar Björnsdóttur. Vinkonurnar voru að skipuleggja hópferð til Kanarí þegar Magnea fékk nóg að gripið væri fram í fyrir henni.

Sjá einnig: Magnea fékk nóg af Birgittu – „Það eru fleiri í þessum heimi“

Málið virtist ekki hafa verið útkljáð þar sem í nýjasta þættinum rauk Magnea frá borði og sagðist vera „hætt í þessu. Ég þarf ekkert á þessu fokking LXS tv show að halda.“ Vísir greinir frá.

Frá ferðinni. Mynd/Instagram

Kvöldstundin á Kanarí

Vinkonurnar voru staddar á Kanarí og sátu saman að borða kvöldverð þegar umræðan fór að snúast um upplifun Magneu á vinkonunum.

Sunneva sagðist ekki skilja af hverju hún fílaði ekki hana og Hildi saman.

„Þú verður bara að útskýra það fyrir mér,“ sagði hún.

Birgitta Líf og Ína María fóru einnig að ýta á Magneu sem svaraði engum spurningum.

„Nú ert þú ekki að tala neitt og ert augljóslega eitthvað særð,“ sagði þá Birgitta.

„Það er eitthvað að. Þú ert ekki 100 prósent þú sjálf núna, þú myndir svara fyrir þig.“

„Stelpur, það eru fokking camerur hérna,“ sagði Magnea og byrjaði að gráta.

„Og svo ætlið þið að hafa þetta og gera mig að einhverju fokking fífli. Í alvörunni, nennið þið að slökkva á þessu,“ sagði hún og bað um að slökkt væri á myndavélunum, sem var síðan gert.

Síðar í þættinum er sýnt Magneu ræða við einhvern í framleiðsluteymi þáttanna. „Ég er hætt í þessu, ég þarf ekkert að á þessu fokking LXS tv show að halda,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“