Þó að stafræn tækni sé komin býsna langt virðist hún enn eiga nokkuð í land þegar kemur að samskiptum við fólk. Spaugilegt samtal Íslendings við stafrænan þjónustufulltrúa Icelandair hefur vakið talsverða athygli á X, áður Twitter.
Það var Bjarki Hvannberg sem birti skjáskot af samtalinu en hann freistaði þess að fá upplýsingar um það hvenær sumaráætlunin fyrir árið 2024 liggur fyrir.
Eitthvað átti Saga, hinn stafræni þjónustufulltrúi Icelandair, erfitt með að skilja spurninguna eins og sést á samskiptunum hér að neðan.
Þetta gerði alveg daginn fyrir mér… að skrifast á við spjallmenni @Icelandair pic.twitter.com/QdVeZaKfJ4
— Bjarki Hvannberg (@hvannzi) October 4, 2023