Guardian segir frá því að það sé ekki til umræðu hjá Manchester United að reka Erik ten Hag úr starfi þrátt fyrir slakt gengi.
United hefur tapað sex af fyrstu tíu leikjum tímabilsins, stjórn félagsins telur Ten Hag ekki vera vandamálið.
United er í vandræðum í deild og Meistaradeild en stjórnin telur að Ten Hag muni finna taktinn.
Ten Hag er á sínu öðru tímabili með United en eftir ágætis fyrsta tímabil hefur liðið ekki fundið taktinn.
United á heimaleik gegn Brentford um helgina í deildinni en fari illa þar gæti eitthvað farið að breytast hjá stjórn félagsins.