fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Rekin úr vinnu eftir að hafa hellt sér yfir þýska túrista – Sjáðu myndbandið

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 5. október 2023 09:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brianna Pinix, þrítug kona frá New Jersey, er atvinnulaus eftir að myndband af henni hella sér yfir nokkra þýska túrista í járnbrautarlest í New York rataði á netið.

Óvíst er hvað varð til þess að Brianna réðst að mönnunum með fúkyrðum en í myndbandinu heyrist hún meðal annars segja: „Látum ekki innflytjendur taka yfir landið okkar. Hvað segið þið um að drullast úr landinu okkar.“

Brianna, sem starfaði hjá ráðningarfyrirtækinu Capital Rx, virðist hafa verið töluvert ölvuð þegar atvikið átti sér stað fyrr í þessari viku en hún var rekin úr starfi eftir að myndbandið birtist á netinu.

Kærasti Briönnu var með henni þegar atvikið átti sér stað og þrátt fyrir heiðarlegar tilraunir hans til að róa hana gekk það ekki. „Brie, ekki gera þetta. Þú verður handtekin,“ sagði hann meðal annars. „Ég elska þig en slepptu mér. Ég get séð um mig sjálf,“ svaraði Brianna þá. „Hættu þessu núna og sestu niður, annars tala ég aldrei við þig aftur,“ sagði kærastinn.

Ferðamennirnir virtust ekki kippa sér mikið upp við atvikið en einn stóð þó upp úr sæti sínu og var sýnilega pirraður á afskiptaseminni. Brot úr myndbandinu má sjá hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Í gær

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“