Kevin Keegan fyrrum landsliðsþjálfari Englands segist eiga mjög erfitt með að hlusta á það þegar konur eru sérfræðinga í knattspyrnuleikjum karla.
Ummæli Keegan vekja mikla furðu enda er kappinn ekki þekktur fyrir það að deila skoðunum sínum svona.
Hann segist þó hafa gaman af því þegar konur stjórni umræðum. „Við eigum mjög margar konur sem eru góðar að stýra þáttum. Þeir eru betri en strákarnir,“ segir Keegan.
Hann hélt svo áfram. „Ef ég sé knattspyrnukonu ræða um landsleik Englands og Skotland og segir að ef hún hefði verið í þessari stöðu þá hefði hún gert þetta svona. Þá er það aðeins öðruvísi fyrir mig.“
„Það er ekki hægt að bera þessa leiki saman,“ segir Keegan og á þá við konur og karla í knattspyrnu.
„Sérfræðingar tala alltof mikið, en þeir sem stjórna vilja þetta unga fólk í dag. Mínir dagar í þessu eru búnir.“