fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Fornsteinaldar „listaverka helgidómur“ á Spáni lumar á rúmlega 110 fornum hellamálverkum

Pressan
Sunnudaginn 15. október 2023 14:00

Eitt af verkunum sýnir dádýr. Mynd:A Ruiz-Redondo/V Barciela/X Martorell

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fornleifafræðingar fundu nýlega rúmlega 110 hellamálverk nærri Valencia á Spáni. Eru málverkin að minnsta kosti 24.000 ára.

Í tilkynningu segir að þessi fornsteinaldar, eða steinaldar, list sé „örugglega mikilvægasta uppgötvunin á austurhluta Íberíuskaga í Evrópu“.

Heimafólk og göngufólk hefur lengi vitað um Cova Dones, sem er um 500 metra langur hellir í Millares. Áður höfðu fundist munir frá járnöld í hellinum en fornsteinaldar listaverkin fundust 2021.

Fyrst fundust fjögur málverk, þar á meðal af útdauðri tegund nautgripa. Frekari rannsóknir á þessu ári leiddu fornleifafræðinga að „stórum fornsteinaldar helgidómi“ að því er segir í rannsókninni en hún var birt í byrjun september í vísindaritinu Antiquity.

Í tilkynningu frá Zaragoza háskólanum er haft eftir Aitor Ruiz-Redondo, sérfræðingi í fornsögu, að strax hafi verið ljóst að um mikilvægan fund var að ræða.

Hvergi í heiminum eru fleiri fornsteinaldar listaverkastaðir en á Spáni. Þar á meðal er 36.000 ára listaverk í La Cueva de Altamira. Flestir þessir staðir eru í norðurhluta landsins og þess vegna er mjög merkilegt að þessi listaverk hafi fundist á austurhluta Íberíuskaga að sögn Ruiz-Redondo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“