fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Tveir háhyrningar hröktu mörg hundruð hvíthákarla á brott frá heimkynnum sínum

Pressan
Sunnudaginn 15. október 2023 13:00

Mynd: NOAA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa uppgötvað að mörg hundruð hvíthákarlar eru horfnir frá heimkynnum sínum undan Western Cape í Suður-Afríku. Þeir eru fluttir austur á bóginn en það gerðu þeir til að komast af. En þessir flutningar gætu boðað vandræði fyrir hákarlana  og fólkið sem býr við ströndina.

Í umfjöllun The Conversation kemur fram að undan ströndum Suður-Afríku búi mikill fjöldi hvíthákarla, einn sá mesti í heiminum. En vísindamenn hafa tekið eftir að hákörlunum hefur fækkað undan Western Cape en þangað sækja dýrin til að komast í fæðu, hitta aðra hvíthákarla eða til að hvílast.

Árið 2011 sáust rúmlega 300 hvíthákarlar á þessu svæði en síðan 2019 hefur ekki einn einasti sést og hefur það vakið upp áhyggjur af stöðu stofnsins. Mikilvægt er að vernda tegundina því hún gegnir mikilvægu hlutverki í vistkerfi sjávar. Þetta eru rándýr á toppi fæðukeðjunnar og þau hjálpa til við að tryggja jafnvægi vistkerfisins.

Sjávarlíffræðingar vildu vita af hverju hákarlarnir hurfu frá svæðinu og hvort það þýddi að hvíthákörlum hefði fækkað alls staðar við strendur Suður-Afríku eða hvort þeir hefðu einfaldlega flutt sig um set.

Margir þættir voru rannsakaði en að lokum komust sjávarlíffræðingarnir að því að háhyrningar höfðu komist á bragðið eftir að hafa komist í hákarlalifur. Hafa háhyrningar því veitt hvíthákarla og fleiri hákarlategundir sér til matar.

Fyrstu dæmin um þetta eru frá 2015.

Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að hvíthákarlarnir hafi flúið frá Western Cape vegna tveggja háhyrninga sem herjuðu á þá.

Svipað dæmi kom upp nýlega í Mossel Bay þar sem hópur háhyrninga drap að minnsta kosti þrjá hvíthákarla. Í kjölfarið létu aðrir hvíthákarlar sig hverfa á brott.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?