fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Vísindamenn telja það tímaspursmál hvenær við finnum líf utan jarðarinnar

Pressan
Sunnudaginn 22. október 2023 22:00

Þetta er sagt vera lík geimveru. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir stjörnufræðingar spyrja sig ekki lengur hvort það sé líf annars staðar í alheiminum en hér á jörðinni. Þeir spyrja sig þess í stað: Hvenær finnum við það?

Margir eru bjartsýnir á að við munum finna ummerki um líf utan jarðarinnar á líftíma núverandi kynslóða, hugsanlega á allra næstu árum. Einn vísindamaður, sem stýrir verkefni sem beinist að rannsókn á Júpíter, segir að það muni koma mjög á óvart ef það sé ekki líf á einu tungla Júpíters.

BBC skýrir frá þessu og hefur eftir Catherine Heymans, prófessor við Scotland Astronomer Royal, að við lifum í óendanlegum alheimi, með óendanlegum fjölda stjarna og pláneta. „Mörgum okkar finnst augljóst að við getum ekki verið einu vitsmunaverurnar í alheiminum. Við höfum nú tæknina og getuna til að svara spurningunni um hvort við erum alein í alheiminum,“ sagði hún.

Geimsjónaukar eru orðnir svo fullkomnir að þeir geta rannsakað lofthjúp pláneta, sem eru á braut um fjarlægar stjörnur,  og leitað að efnum, sem að minnsta kosti hér á jörðinni, eru framleidd af lífverum.

Fyrsta slíka uppgötvunin var gerð í september þegar merki um gas, sem hér á jörðinni er framleitt af einföldum sjávarlífverum, fannst í lofthjúpi plánetu sem nefnist K2-18b. Hún er í 120 ljósára fjarlægð frá jörðinni. Fjarlægð plánetunnar frá stjörnunni sinni gerir að verkum að hún er á lífvænlegu svæði en það þýðir að það er hvorki of heitt né kalt á yfirborði hennar. Hitastigið er þannig að þar getur verið fljótandi vatn en það er skilyrði fyrir því að líf geti þrifist, að því er við best vitum.

Vísindamenn reikna með að innan árs hafi þeir staðfest hvort þessi ummerki um líf séu enn til staðar eða séu horfin. Nikku Madhusudhan, prófessor við Institute of Astronomy við Cambridge University, stýrir rannsókninni. Hann sagði að ef þessi ummerki verði enn til staðar muni þau „gjörbreyta því hvernig við hugsum um leitina að lífi“. „Ef við finnum ummerki um líf á fyrstu plánetunni sem við rannsökum, þá eykur það líkurnar á að líf sé algengt í alheiminum“.

Hann spáir því að innan fimm ára verði „gjörbreyting“ á skilningi okkar á lífi í alheiminum.

Michelle Dougherty, prófessor, sem stýrir verkefninu Jupiter Ice Moons Explorer sem er geimfar sem verður sent til að rannsaka tungl Júpíters, sagði aðspurð hvort það sé von til þess að líf finnist á einhverju tungla Júpíter að það muni koma á óvart ef ekki sé líf að finna á einhverju af ístunglum Júpíters.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu