fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Maður sem slasaðist þegar hann var að skokka heim úr vinnnunni lagði Reykjavíkurborg fyrir Hæstarétti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 4. október 2023 22:00

Hús Hæstaréttar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurborg mistókst að snúa við dómi Landsréttar þar sem hún hafði verið gerð skaðabótaskyld gagnvart starfsmanni sem kaus að skokka heim úr vinnunni og varð fyrir bíl á leiðinni.

Maðurinn hafði gert svokallaðan samgöngusamning við Reykjavíkurborg um að hann mundi ferðast á vistvænan hátt til og frá vinnu. Kaus maðurinn að ganga í vinnuna en skokka heim úr henni. Fór hann 9  km leið heim til sín en í einni heimferðinni varð hann fyrir bíl við gangbraut við Ánanaust.

Maðurinn taldi borgina skaðabótaskylda við sig vegna slyssins. Reykjavíkurborg taldi sig ekki bera ábyrgð á slysinu, þrátt fyrir að maðurinn væri á heimleið og notaðist við fararmáta sem var í samræmi við samning hans við borgina. Bar borgin við að maðurinn hefði farið óeðlilega langa leið heim til sín.

Héraðsdómur var sammála borginni á sínum tíma en maðurinn áfrýjaði þeim dómi til Landsréttar. Landsréttur sneri dómi héraðsdóms við og dæmdi borgina til að greiða manninum 5,7 milljónir í bætur.

Borgin sótti um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar og var það veitt á grundvelli þess að málið væri fordæmisgefandi. Hæstiréttur staðfesti dóm Landsréttar og auk 5,7 milljónanna þarf borgin að greiða starfsmanninum eina milljón króna í áfrýjunarkostnað.

Tveir dómara við Hæstarétt skiluðu þó sératkvæði og vildu snúa dómi Landsréttar við. En þrír dómarara vildu staðfesta niðurstöðu Landsréttar og vann maðurinn því málið naumlega fyrir Hæstarétti.

Dóm Hæstaréttar má sjá hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans