Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu á von á sínu öðru barni og hefur sökum þess þurft að taka sér frí frá boltanum.
Dagný leikur með West Ham í ensku úrvalsdeildinni en félagið birti í dag myndband af kynjaveislu sem félagið bauð Dagný að halda.
Þar kom í ljós að Dagný á von á strák.,
Boy or Girl? 🤔
No cheating, make your guess below! ⬇️ pic.twitter.com/F4x4m2vqgS
— West Ham United Women (@westhamwomen) October 4, 2023
Liðsfélagar Dagnýjar voru ansi spenntir eins og sjá má á myndbandi hér að neðan en Dagný er einn allra besti leikmaður félagsins.
Dagný hefur átt frábæran feril og ætlar sér aftur á völlinn þegar hún hefur eignast drenginn sem er væntanlegur.
Our Hammers got a bit excited at Dagný's gender reveal! 🤣 pic.twitter.com/BUjleEuPC7
— West Ham United Women (@westhamwomen) October 4, 2023