Mark Hughes er atvinnulaus eftir að Bradford í fjórðu efstu deild Englands ákvað að reka hann úr starfi.
Hughes hefur stýrt liðinu í tuttugu mánuði en var rekinn eftir tap gegn Tranmere á þriðjudag.
Gengi liðsins hefur ekki verið gott undanfarið en þjálfaraferill Hughes hefur farið hratt niður stigann.
Hann var á árum áður stjóri Manchester City, QPR, Fulham og Stoke en ekkert af stærri liðum Englands vilja sjá hann í dag.
Hughes átti frábæran feril sem leikmaður og er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Manchester United.