fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Rannsókn bendir til að krabbameinsskimanir lengi ekki líf fólks – Sérfræðingar segja niðurstöðuna gallaða

Pressan
Laugardaginn 14. október 2023 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný rannsókn á niðurstöðu krabbameinsskimana fyrir fjórum tegundum krabbameins benda til að aðeins skimun fyrir einni tegundinni lengi líf sjúklinganna að meðaltali.

Krabbameinsskimun gengur út á að leita að ummerkjum um krabbamein áður en einkenni koma fram. Markmiðið er að greina krabbamein eins snemma og hægt er til að auðveldara sé að takast á við það og þannig bjarga mannslífum.

Í nýrri rannsókn, sem var birt nýlega í vísindaritinu JAMA Internal Medicine, fóru vísindamenn yfir 18 rannsóknir, sem voru valdar tilviljanakennt, þar sem 2,1 milljón manna tóku þátt. Í þeim voru sex aðferðir við skimun fjögurra krabbameinstegunda rannsakaðar. Þetta eru brjóstakrabbamein, lungnakrabbamein, blöðruhálskrabbamein og ristilkrabbamein.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru að ein tegund ristilkrabbameinsskimunar, sem felur í sér notkun holsjár til að skoða neðri hluta þarmanna, lengdi líf sjúklinga að meðaltali, um þrjá mánuði.

Vísindamenn sögðu í samtali við Live Science að þrátt fyrir niðurstöður rannsóknarinnar eigi fólk ekki að hrapa að ályktunum. Þeir sögðu að aðaltakmörkun rannsóknarinnar sé  hvernig hún var hönnuð. Eitt þessara atriða sé að hún nái til rúmlega tveggja milljóna manna en í hverri af rannsóknunum 18, sem voru teknar með í stóru rannsókninni, hafi fjöldi sjúklinga verið á bilinu 3.000 til 400.000. Einnig geti það haft áhrif að sumar rannsóknanna voru frá 1989 og það geti einnig takmarkað gildi þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana