Stúdínurnar hafa nú kvartað formlega undan þessu og mismunun í tölvudeild skólans. Í samtali við blað skólans, Der Albrecht, sögðu stúdínur að þær fá reglulega sendar typpamyndir og óviðurkvæmileg skilaboð.
Margar sögðust hafa upplifað að karlkyns nemendur hafi berað kynfæri sín og jafnvel fróað sér í kennslustundum.
Prófessor einn er sagður hafa beðið stúdenta um að klappa þegar stúdína ein svaraði spurningu hans rétt.
Fjórum körlum hefur nú verið vísað úr námi vegna málsins.
Yfirstjórn háskólans veit af vandamálinu og sagði í samtali við SHZ að „búið sé að afgreiða málin“ og að gripið hafi verið „til nauðsynlegra aðgerða“.