Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War skýrir frá þessu í stöðuuppfærslu um gang stríðsins í Úkraínu.
Segir hugveitan að herkvaðningin muni einnig ná til manna sem búa á herteknu svæðunum í Úkraínu.
Í vor voru 147.000 menn kvaddir til herþjónustu samkvæmt tölum frá rússneskum yfirvöldum.
Vladimir Tsimlyansky, næstráðandi í herkvaðningardeild hersins, segir að mennirnir verði ekki sendir til Úkraínu og að þjónustutími þeirra verði 12 mánuðir.