Sjö af þeim leikmönnum sem voru í hóp síðast þegar Gylfi Þór Sigurðsson spilaði landsleik eru hættir. Fjölmargir hafa svo ekki verið valdir í lengri tíma. Endurkoma Gylfa Þórs í landsliðinu er í kortunum. Gylfi Þór er mættur aftur í íslenska landsliðshópinn en hann samdi við Lyngby á dögunum, hann hefur spilað einn leik en missti af leik liðsins á mánudag vegna smávægilegra meiðsla.
Gylfi gæti spilað á föstudag í næstu þegar Lúxemborg mætir í heimsókn en afar hæpið er að hann byrji þann leik.
Gylfi spilaði síðast landsleik í nóvember árið 2020 en hann gat svo ekki tekið þátt í verkefnum í byrjun ársins 2021. Hann var síðan frá leiknum í rúm tvö ár vegna ásakana í Bretlandi, var rannsókn á máli hans felld niður.
Leikurinn sem Gylfi spilað síðast var á Parken í Danmörku þar sem íslenska landsliðið lék undir stjórn Erik Hamren sem hætti skömmu síðar.
Birkir Már Sævarsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Ari Freyr Skúlason, Hannes Þór Halldórsson, Ragnar Sigurðsson, Kolbeinn Sigþórsson og Kári Árnason eru hættir í landsliðinu eða í fótbolta frá þeim tíma.
Birkir Bjarnason, Jón Daði Böðvarsson, Ögmundur Kristinsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Viðar Örn Kjartansson hafa svo ekki verið valdir í lengri tíma.
Svona var liðð og hópurinn síðast þegar Gylfi Þór lék landsleik.
Byrjunarliðið:
13 Rúnar Alex Rúnarsson
2 Birkir Már Sævarsson
3 Hólmar Örn Eyjólfsson
5 Sverrir Ingi Ingason
8 Birkir Bjarnason
10 Gylfi Þór Sigurðsson
18 Hörður Björgvin Magnússon
20 Albert Guðmundsson
21 Arnór Sigurðsson
22 Jón Daði Böðvarsson
23 Ari Freyr Skúlason
VARAMENN
1 Hannes Þór Halldórsson
12 Ögmundur Kristinsson
4 Guðlaugur Victor Pálsson
6 Ragnar Sigurðsson
7 Jóhann Berg Guðmundsson
9 Kolbeinn Sigþórsson
11 Alfreð Finnbogason
14 Kári Árnason
15 Hjörtur Hermannsson
16 Rúnar Már S Sigurjónsson
17 Aron Einar Gunnarsson
19 Viðar Örn Kjartansson