fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Sláandi niðurstöður nýrrar greiningar – Næstum allir anda þessu að sér

Pressan
Laugardaginn 14. október 2023 13:00

Mengunin í London er mikil.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að niðurstöður nýrrar greiningar séu ansi sláandi. Samkvæmt þeim þá búa 98% Evrópubúa á svæðum þar sem magn skaðlegra agna í andrúmsloftinu er yfir þeim mörkum sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO setur varðandi innöndun mengunar.

The Guardian skýrir frá þessu og segir þetta niðurstöður greiningar sem miðillinn gerði í samvinnu við vísindamenn sem hafa sérhæft sig í rannsóknum á loftmengun.

Greiningin leiddi einnig í ljós að tæplega tveir af hverjum þremur Evrópubúum búa á svæðum þar sem loftið inniheldur rúmlega tvöfalt meira magn af skaðlegum mengunarögnum en miðað við hættumörk WHO. Þetta eru tæplega 500 milljónir manna.

Að sögn sérfræðinga látast um 400.000 Evrópubúar árlega af völdum þessara agna.

Mörg ríki í Austur-Evrópu skera sig mjög úr í greiningunni hvað varðar slæm loftgæði. Samkvæmt niðurstöðum greiningarinnar þá anda nær allir íbúar í Serbíu, Rúmeníu, Albaníu, Norður-Makedóníu, Póllandi, Slóvakíu og Ungverjalandi við svo slæm loftgæði að þeir anda að sér tvöfalt meira magni skaðlegra efna en ráðlegt er samkvæmt hættumörkum WHO.

Ástandið er sérstaklega slæmt í Serbíu og Norður-Makedóníu en þar býr rúmlega helmingur landsmanna á svæðum þar sem loftið inniheldur meira en fjórum sinnum meira af skaðlegum efnum en en WHO telur ráðlegt að anda að sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær

Ertu í vandræðum með silfurskottur? Svona er hægt að losna við þær