Andre Onana kemur hræðilega út í samanburði við David De Gea ef að þrjú síðustu tímabil spænska markvarðarins hjá Manchester United eru skoðuð.
Onana hefur byrjað afar illa hjá United og ítrekað gert stór mistök sem hafa kostað liðið.
Erik ten Hag ákvað í sumar að henda De Gea burt og sækja Onana í markið.
Öll tölfræði bendir til þess að Ten Hag hafi þarna gert mistök, De Gea gaf færri mörk og varði meira.
Svona er samanburðurinn á þeim.