fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Saurgerlamengað vatn á Borgarfirði eystra – Fólk sjóði vatn fyrir neyslu

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 4. október 2023 15:00

Vatn fer að verða vanfundið víða um heim. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Coli gerlar fundust við reglubundið eftirlit vatnsveitunnar á Borgarfirði eystra. Ekki er vitað hvaðan mengunin kemur en frekari rannsóknir standa yfir.

„Það er búið að beina þeim tilmælum til íbúa að sjóða neysluvatn á meðan við tökum fleiri sýni og sjáum hvort þetta sé yfirstaðið,“ segir Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Á Borgarfirði búa um 130 manns.

Coli gerlar eru gerlar sem koma úr saur blóðheitra dýra. Það getur verið hættulegt að innbyrða þá og einkenni sýkingar geta verið blóðugur niðurgangur, slæmir kviðverkir og uppköst. Fylgikvillar geta verið nýrnabilun og fækkun blóðflagna, einkum hjá börnum yngri en 10 ára.

Á Borgarfirði eystra búa um 130 manns. Mynd/Wikipedia

„Þetta er eitthvað sem getur alltaf komið fyrir. Þess vegna erum við með reglubundið eftirlit með vatnsveitum og fylgjumst með vatnsgæðum,“ segir Lára.

Beðið eftir niðurstöðum

Verið var að vinna við vatnsveituna daginn sem sýnið var tekið, á þriðjudaginn í síðustu viku, það er 26. september. „Við erum að vona að það útskýri þessa mengun,“ segir Lára.

Búið er að taka annað sýni úr vatnsveitunni og verið er að bíða eftir niðurstöðunum úr því. Ef það sýnir áfram coli gerla mengun verður farið að leita að orsökum mengunarinnar og farið í að hreinsa kerfið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt