Lionel Messi er þegar farinn að skoða næstu skref á ferlinum eftir að tíma hans hjá Inter Miami lýkur. Þetta segir í frétt El Nacional.
Messi gekk í raðir Inter Miami frá Paris Saint-Germain í sumar og hefur farið frábærlega af stað í Bandaríkjunum.
Samningur Barcelona goðsagnarinnar við Inter Miami rennur út 2025 og samkvæmt nýjustu fréttum veit kappinn hvað hann ætlar að gera þá.
Markmiðið er spila næst fyrir Newell’s Old Boys í heimalandinu, Argentínu.
Um er að ræða uppeldisfélag Messi en hann fór þangað 13 ára gamall til að ganga í raðir Barcelona.