fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Brynhildur skilur ekkert af hverju þetta myndband fékk 50 milljónir í áhorf

Fókus
Miðvikudaginn 4. október 2023 14:52

Myndir/Instagram/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynhildur Gunnlaugsdóttir er ein skærasta samfélagsmiðlastjarna Íslands og ná vinsældir hennar langt út fyrir landsteinana. Hún er með rúmlega 1,6 milljónir fylgjenda á TikTok og tæplega 100 þúsund fylgjendur á Instagram.

Það má segja að hún skaust upp á stjörnuhimininn í ágúst 2021 þegar nokkur myndbönd hennar á TikTok urðu „viral“. Það vinsælasta var myndband þar sem hún sneri baki í myndavélina og dansaði í burtu frá myndavélinni.

DV ræddi við Brynhildi á sínum tíma sem sagðist hissa á viðbrögðunum, þá hafði myndbandið fengið um 20 milljónir í áhorf.

Nú eru eins konar tímamót hjá áhrifavaldinum en umrætt myndband hefur klofið 50 milljóna múrinn. Það hefur fengið yfir 50 milljónir „views“ og 5,2 milljónir „likes.“

@brynhildurgunnlaugssmy trend now♬ Beethoven – Kenndog

Brynhildur segist ekki skilja hvernig þetta myndband fór að því að verða svona vinsælt.

„Mitt rómverska keisaraveldi er hvernig þetta fékk 50 milljónir í áhorf,“ skrifaði hún með myndbandinu, en tilvísunin í rómverska keisaraveldið er trend sem er í gangi á samfélagsmiðlum varðandi – það sem virðist vera – sameiginlega þráhyggju karlmanna fyrir keisaraveldinu.

@brynhildurgunnlaugssmy roman empire is how this got 50 million views♬ HIT YO 3STEP – SCURLY

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Í gær

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur

Sagan af Kóngsa geimfara er ný barnabók eftir Laufeyju Arnardóttur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu