fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

„Hann er í fangelsi núna og við viljum ekkert með hann hafa“

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 4. október 2023 20:46

Joshua vill ekkert með föður sinn hafa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sonur mannsins sem nam hina níu ára gömlu Charlotte Sena á brott í New York-ríki síðastliðinn laugardag segist ekkert vilja hafa með föður sinn að gera.

Maðurinn, Craig Ross, nam stúlkuna á brott þegar hún var úti að hjóla um kvöldmatarleytið á laugardag. Málið vakti mikinn óhug vestan hafs enda óttuðust margir það versta þegar stúlkan skilaði sér ekki heim og hjólið hennar fannst úti í vegarkanti.

Það var svo á mánudag að Charlotte fannst á lífi en Craig hafði lokað hana inni í skáp í húsbíl sem hann á. Lögregla hafði hendur í hári hans eftir að hann fór með bréf að heimili foreldra stúlkunnar þar sem lausnargjalds var krafist. Fingrafar hans var á bréfinu og þar sem hann var á sakaskrá reyndist lögreglu tiltölulega auðvelt að hafa hendur í hári hans.

TMZ ræddi við son Craigs, Joshua, sem fór ófögrum orðum um föður sinn.

„Hann er í fangelsi núna og við viljum ekkert með hann hafa. Mér væri alveg sama þó hann myndi detta niður dauður á morgun – gæti ekki verið meira sama. Hann er ógeðslegur,“ sagði hann.

Craig er 47 ára gamall og var húsbíllinn hans í garði fyrir aftan hús móður hans. Hann er sagður hafa flutt til móður sinnar vegna MS-sjúkdóms sem hann glímir við. Hann hefur verið ákærður fyrir mannrán en ekki þykir ólíklegt að hans bíði ákæra fyrir fleiri brot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi