fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Þetta hefur viðhaldið hans Beckham að segja um hann í rúminu

433
Miðvikudaginn 4. október 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Beckham var að gefa út heimildarmynd á Netflix þar sem farið er í alla helstu viðburði úr hans lífi. Eitt af því er frægt framhjáhald.

Beckham var þá ótrúr eiginkonu sinni, Victoria Beckham þegar hann fór að sænga hjá konunni sem passaði börnin þeirra og hugsaði um fjölskylduna.

Victoria opnar sig um framhjáhald eiginmanns síns, David Beckham. Þetta er í fyrsta sinn sem hún ræðir opinberlega um meint svik hans. „Mér hefur aldrei liðið jafn illa,“ segir hún í Netflix-heimildaþáttaröðinni Beckham sem kom út á streymisveitunni í dag.

Rebecca Loos er konan sem um ræðir en hún hefur reglulega rætt kynlífið sitt með Beckham.

„Við gátum setið og spjallað alla nóttina, annað fólk tók auðvitað eftir þessu. Við tengdumst bara strax, straumurinn á milli mín og Beckham var svo sterkur,“ sagði Loos.

Loos hrósar Beckham fyrir taktana í rúminu. „Hann kann að láta konu njóta sín, hann óttast ekki kvennmannslíkamann. Hann vissi alveg hvernig átti að gera hlutina.“

David opnaði sig einnig um þetta tímabil í Netflix-þættinum. „Ég veit ekki hvernig við komumst í gegnum þetta, í fullri hreinskilni. Victoria er mér allt, að sjá hana svona særða var ótrúlega erfitt. En við berjumst fyrir því sem skiptir okkur máli og þarna þurftum við að berjast fyrir hvort öðru, við þurftum að berjast fyrir fjölskyldu okkar. Og það sem við áttum var þess virði að berjast fyrir.“

Ástin sigraði og tókst hjónunum að komast yfir þennan erfiða kafla. Ári eftir að Victoria flutti til Spánar eignuðust þau þriðja barn sitt, drenginn Cruz, í febrúar 2005. Þau hafa nú verið gift í 24 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Real Madrid er að missa trúna

Real Madrid er að missa trúna
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“
433Sport
Í gær

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki