Enski veðbankinn Paddy Power telur líklegast að Zinedine Zidane taki við Manchester United ákveði félagið að reka Erik ten Hag.
Ljóst er að starf Ten Hag er í hættu eftir hræðilega byrjun félagsins á þessu tímabili.
United hefur tapað fjórum af sjö leikjum í deildinni og báðum leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu.
Julian Nagelsman er í öðru sæti á listanum hjá Paddy Power en þar á eftir koma meðal annars Graham Potter og Michael Carrick.
Roberto de Zerbi þjálfari Brighton er einnig nefndur til sögunnar og sömuleiðis Gareth Southgate þjálfari enska landsliðsins.
Líklegastir til að taka við United:
Zinedine Zidane
Julian Nagelsman
Roberto de Zerbi
Graham Potter
Michael Carrick
Gareth Southgate