Spænsku stórveldin Barcelona og Real Madrid hafa bæði áhuga á Leroy Sane, leikmanni Bayern Munchen. Þýski miðillinn Bild segir frá.
Sane hefur verið á mála hjá Bayern síðan 2020 og staðið sig vel. Þar áður var hann hjá Manchester City.
Samningur kappans rennur út eftir næstu leiktíð og gæti hann því verið fáanlegur á viðráðanlegu verði næsta sumar ef hann skrifar ekki undir nýjan samning í Þýskalandi.
Sjálfur vill Sane taka ákvörðun um framtíð sína næsta sumar. Þar kemur tvennt til greina, að skrifa undir nýjan samning við Bayern eða ganga til liðs við nýtt félag.