fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Andar þú með munninum eða nefinu? Það skiptir máli

Pressan
Sunnudaginn 8. október 2023 15:00

Andar hún með munninum eða nefinu?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andar þú venjulega í gegnum munninn? Ef svo er, þá andar þú á rangan hátt. Það er miklu betra fyrir þig að anda í gegnum nefið.

Þetta sagði Christian von Buchwald, prófessor og yfirlæknir á háls-, nef- og eyrnadeild danska ríkissjúkrahússins í Kaupmannahöfn í samtali við Jótlandspóstinn.

Ein helsta ástæðan fyrir því að nefið er betra er að það síar hættulegar agnir úr loftinu og þar með komast þær ekki niður í lungun. „Nefhárin virka sem sía og slímhimnan í nefinu og nefholurnar eru svolítið eins og hreinsistöð sem fangar ofnæmisvalda eins og frjókorn, bakteríur, veirur og svo framvegis. Ef þú vilt styrkja slímhimnurnar í nefinu, getur þú skolað nefið með saltvatni,“ sagði hann.

Önnur góð ástæða til að anda frekar í gegnum nefið en munninn er að nefið er betra í að flytja súrefni til líkamans en munnurinn. „Við öndum allt að 20.000 lítrum af lofti að okkur daglega. Í gegnum nefið kemst loftið niður í lungun með rétta hitastigið og rakastigið. Það gerir að verkum að súrefnisflutningurinn verður eins og best verður á kosið,“ sagði hann.

Byggingarlag nefsins og slímhimnurnar hjálpa loftinu einnig við að ná flæða á réttan hátt, svo það fari ekki í hringi. Það gerir að verkum að auðveldara er að anda í gegnum nefið.

En þegar kemur að líkamlegri áreynslu, eins og í íþróttum, þar sem fólk mæðist þá tekur munnurinn við önduninni og það á hann að gera að sögn von Buchwald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu