Sex leikjum er nýlokið í Meistaradeild Evrópu. Um leiki í riðlakeppninni var að ræða.
Það var mikið um dramatík og eitthvað um óvænt úrslit.
Manchester United fór illa að ráði sínu gegn Galatasaray á Old Trafford. Rasmus Hojlund kom þeim yfir á 17. mínútu áður en Wilfried Zaha jafnaði fyrir Gala. Hojlund skoraði svo á ný áður en Tyrkirnir sneru taflinu sér í vil og fóru með óvæntan 2-3 sigur af hólmi.
Lens vann þá magnaðan sigur á Arsenal í Frakklandi. Gabriel Jesus kom Skyttunum yfir eftir tæpan stundarfjórðung en Lens sneri dæminu við með mörkum frá Adrien Thomasson og Elye Wahi.
Real Madrid vann þá 2-3 sigur á Napoli í fjörugum leik. Jude Bellingham skoraði þar enn eitt mark sitt.
Orri Steinn Óskarsson kom þá inn á sem varamaður í lokin í 1-2 tapi FC Kaupmannahafnar gegn Bayern Munchen. Danirnir veittu þeim þýsku hörkuleik.
Öll úrslitin eru hér að neðan.
FCK 1-2 Bayern Munchen
1-0 Lerager 56′
1-1 Musiala 67′
1-2 Tel 83′
Manchester United 2-3 Galatasaray
1-0 Hojlund 17′
1-1 Zaha 23′
2-1 Hojlund 67′
2-2 Akturkoglu 71′
2-3 Icardi 81′
Rautt spjald: Casemiro 77′
Lens 2-1 Arsenal
0-1 Jesus 14′
1-1 Thomasson 25′
2-1 Wahi 69′
PSV 2-2 Sevilla
0-1 Gudelj 68′
1-1 De Jong (víti) 86′
1-2 En Nesyri 87′
2-2 Teze 90+6′
Napoli 2-3 Real Madrid
1-0 Ostigard 19′
1-1 Vinicius Jr. 27′
1-2 Bellingham 34′
2-2 Zielinski 54′
2-3 Meret (Sjálfsmark) 78′
Inter 1-0 Benfica
Thuram 62′