Science Alert skýrir frá þessu og segir að ekið hafi verið á dýrið og hafi það verið flutt til Grande do Sul háskólans þar sem vísindamenn furðuðu sig á útliti dýrsins og hegðun.
Það var ekki eins eftirlátt og hundur en vantaði þá árásargirni sem má vænta hjá götuhundi. Það var feimið og varkárt og kaus helst að halda sig frá fólki að sögn Flavia Ferrari, dýralæknis.
Dýrið borðaði heldur ekki hundamat, aðeins litlar rottur og líktist engri þeirra hundategunda sem halda til á svæðinu þar sem ekið var á það.
Af þessum sökum byrjuðu brasilískir vísindamenn að skoða hvort dýrið gæti verið blanda ólíkra tegunda.
Erfðafræðirannsókn leiddi í ljós að dýrið er blanda hunds og refs.
Skýrt er frá þessu í rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu Animals.
Dýrið jafnaði sig eftir ákeyrsluna og var flutt í dýragarð en þar drapst það af óþekktum ástæðum.