fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Bragðgott nasl, sem margir borða á kvöldin, gæti valdið svefnleysi

Pressan
Sunnudaginn 8. október 2023 22:00

Hún virðist eiga erfitt með að sofna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átt þú erfitt með að sofna á kvöldin? Ef svo er, þá gæti ástæðan verið það sem þú borðar síðustu klukkustundirnar fyrir háttatímann. Sérfræðingur segir að taka verði þetta alvarlega og ekki megi vanmeta áhrif þessa fæðis.

Margir eyða kvöldunum í sófanum við sjónvarpsgláp og jafnvel „tilheyrandi“ nasli með. En það er einmitt þetta „nasl“ sem getur gert fólki erfitt fyrir við að sofa.

Mirror hefur eftir Denise Lordache, svefnsérfræðingi og meðferðarfulltrúa hjá JoySpace Therapy, að það að neyta sælgætis og sykraðra vara geti raskað svefninum mjög mikið og að fólk eigi ekki að borða sælgæti og sykraðar vörur á kvöldin.

Denise sagði að svefn sé hornsteinn góðs heilbrigðis og hafi áhrif á líkamlega og andlega heilsu fólks og vellíðan. En því miður geti sykur, sem sé vel þekkt örvunarefni, komið í veg fyrir góðan svefn.

„Hann eykur glúkósamagnið hratt sem veldur orkuskorti og árvekni, nákvæmlega öfugt við það sem þú ert að reyna þegar þú ferð í rúmið,“ sagði hún.

Hún sagði að ef fólk neytir sykurs fyrir háttatíma þá valdi það því að blóðsykurinn nái hratt háum gildum en hrapi svo hratt aftur, þetta valdi því að líkaminn losi insúlín til að ná stjórn á glúkósamagninu. Þessar sveiflur valdi andvöku og hvíldarlausum svefni því líkaminn sé að reyna að ná tökum á blóðsykurmagninu. Sykur geri okkur einnig árvökul því hann sé „skammvinnt orkuskot“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana