fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Þetta efni er í fjölda matvæla – Margt bendir til að það geri okkur heimskari að innbyrða það

Pressan
Laugardaginn 7. október 2023 14:00

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna við læknadeild ríkisháskólans í Flórída vekja áhyggjur hjá mörgum því þær benda til þess að neysla efnis, sem er mikið notað í matvæli, geri fólk heimskara.

Efnið sem um ræðir er hið margumtalaða sætuefni aspartam sem er mikið notað í gosdrykki en einnig í ýmis matvæli. Í rannsókninni, sem hefur verið birt í vísindaritinu Nature Scientific Reports, kemur fram að mýs, sem fengu litla skammta af efninu, áttu erfiðara með að finna leiðina út úr völundarhúsum en þær sem ekki fengu efnið.

„Við sjáum að þær nota aðra aðferðafræði en að lokum finna þær leiðina út. Þær bæta sé þetta upp á annan hátt,“ er haft eftir Deirdre McCarthy, einum af höfundum rannsóknarinnar, í fréttatilkynning um niðurstöður rannsóknarinnar.

Sætuefni, þar á meðal aspartam, hafa orðið sífellt vinsælli sem hitaeiningsnauð sætuefni en þau eru stundum mörg hundruð sinnum sætari en náttúrulegur sykur.

Sætuefni eru notuð í gosdrykki, ávaxtajógúrt, sælgæti, kökur, morgunkorn og margt fleira.

Fyrri rannsókn sýndi fram á tengsl á milli aspartam og kvíða en sú heilastarfsemi, sem átti sér stað hjá músunum í nýju rannsókninni, er allt öðruvísi en í rannsóknunum um kvíðann sagði Pradeep Bhide, einn af höfundum rannsóknarinnar en hann vann einnig að kvíðarannsókninni. Hann telur að áhrif aspartam séu miklu víðtækari en fyrri rannsóknin sýndi fram á.

Í fyrri rannsókninni kom í ljós að kvíðinn erfðist til næstu kynslóða en í nýju rannsókninni  kom í ljós að minnis- og námsörðugleikarnir erfðust aðeins til næstu kynslóðar. Næstu kynslóðir sluppu.

Um miðjan maí ráðlagði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO fólki að hætta beinni notkun sætuefna án þess þó að breyta neysluvenjum sínum, sem eru kannski óhollar.

TV2 hefur eftir Per Bendix Jeppesen, lektor við lyflækningadeild Árósaháskóla, sem hefur lesið nýju rannsóknina, að fólk þurfi ekki að fyllast örvæntingu, mýs bregðist öðruvísi við en fólk. Hann segir rannsóknina „mjög fagmannlega“ og „gríðarlega áhugaverða“.

Hann sagði einnig að honum finnist niðurstöðurnar áhyggjuefni því mjög lítið magn aspartams hafi verið notað í rannsókninni, eða sem svara til magnsins í tveimur til fjórum gosdrykkjadósum á dag. Í rannsókninni kemur fram að magnið, sem var notað við tilraunirnar á músunum, svari til 7-15% af því sem bandarísk yfirvöld telja hámarksneyslu á dag fyrir fullorðna. Telur Jeppesen að af þessum sökum eigi að vera hægt að rannsaka áhrif aspartams á fólk án nokkurra vandkvæða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Selena Gomez trúlofuð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum