fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Lego lenti í vanda í tilrauninni við að þróa nýja aðferð við framleiðslu kubbanna

Pressan
Miðvikudaginn 4. október 2023 08:00

Lego er sívinsælt. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tveimur árum taldi danski leikfangaframleiðandinn Lego sig hafa fundið lausn til að draga úr losun CO2 við framleiðslu kubbanna sem rekstur fyrirtækisins byggist á. Kubbarnir eru framleiddir úr plasti og olíu. En nú er komið í ljós að nýja aðferðin gerir að verkum að meira CO2 er losað út í andrúmsloftið.

Nýja aðferðin gekk út á að framleiða kubbana úr endurunnu plasti, algjörlega án olíu.

150 starfsmenn fyrirtækisins hafa eytt ótal klukkustundum í tilraunir með nýju aðferðina en markmiðið var að öll kubbaframleiðsla Lego yrði með nýju aðferðinni fyrir 2030.

En eftir tveggja ára tilraunir með nýja plastið, svokallað RPET-plast, er komið í ljós að ef kubbaframleiðslan verður öll með RPET-plasti þá mun það auka losun CO2. Ástæðan er að setja þarf upp nýjar framleiðsluvélar til að framleiða þá milljarða kubba sem fyrirtækið framleiðins.

Niels B. Christiansen, forstjóri Lego, skýrði frá þessu í samtali við Financial Times. Hann sagði að áður hafi það verið trú fólks að auðvelt væri að finna töfraefni eða nýtt efni en svo virðist ekki vera. Tilraunir hafi verið gerðar með mörg hundruð efni en ekkert þeirra hafi reynst uppfylla þessar kröfur.

Lego mun því halda áfram að framleiða kubbana með sama efni og áður, svokölluðu ABS. Þetta er plast sem þarf að nota tvö kíló af hráolíu til að framleiða eitt kíló af. 80% af Legokubbum eru framleiddir með ABS-plasti í dag. Með tímanum mun fyrirtækið reyna að auka hlut lífræns plasts eða endurunnins plasts í framleiðslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum