Eiginmaður hennar var handtekinn vegna hvarfs hennar en í apríl á síðasta ári tilkynnti lögreglan að hann væri ekki lengur með stöðu grunaðs í málinu þar sem sönnunargögn skorti en útilokaði ekki að það myndi breytast ef ný sönnunargögn kæmu fram eða ef líkið myndi finnast.
Lögreglan rannsakaði málið út frá þeirri kenningu að Morphew hefði verið myrt að sögn NBC News.
Ekki hefur verið skýrt frá hvar líkamsleifarnar fundust en þær fundust þegar leit stóð yfir í alls ótengdu máli.
Eiginmaðurinn hefur alla tíð þvertekið fyrir að hafa komið nálægt hvarfi hennar.