Í D-riðli tók RB Salzburg á móti Real Sociedad.
Þar kláruðu gestirnir frá Spáni dæmið í fyrri hálfleik með mörkum frá Mikel Oyarzabal og Brais Mendez.
Sociedad er með 4 stig eftir tvo leiki en Salzburg 3.
RB Salzburg 0-2 Real Sociedad
0-1 Mikel Oyarzabal 7′
0-2 Brais Mendez 27′
Þá var svakaleg dramatík þegar Union Berlin tók á móti Braga.
Heimamenn komust í 2-0 með mörkum á 30. og 37. mínútu en gestirnir minnkuðu muninn fyrir leikhlé.
Bruma jafnaði fyrir Braga snemma í seinni hálfleik og Andre Castro skoraði sigurmarkið seint í uppbótartíma. Lokatölur 2-3.
Braga er með 3 stig en Union án stiga. Í riðlinum eru einnig Napoli og Real Madrid.
Union Berlin 2-3 Braga
1-0 Sheraldo Becker 30′
2-0 Sheraldo Becker 37′
2-1 Sikou Niakate 41′
2-2 Bruma 51′
2-3 Andre Castro 90+4′