Búið er að birta samtalið í VAR herberginu í kringum löglegt mark Liverpool gegn Tottenham um helgina sem var dæmt af vegna mistaka.
Mark Luis Diaz var flaggað af vegna rangstöðu í leiknum og við skoðun í VAR herberginu kom í ljós að markið átti að standa. Þar vissu menn hins vegar ekki að það hefði verið flaggað og ákvörðunin látin standa.
Þeir komust svo auðvitað að því að dómarar úti á velli hafi upphaflega flaggað markið af. Þannig var löglega markið dæmt af og eru allir í kringum Liverpool liðið skiljanlega brjálaðir, en Tottenham vann leikinn 2-1.
Nú er búið að birta samtal dómara í VAR herberginu en þess ber að geta að dómari úti á velli heyrir ekki allt samtalið, bara það sem beinist að honum.
Hér að neðan má hlusta.
🚨 @PremierLeague release official VAR audio from Luis Diaz's disallowed goal vs Tottenham.
Full statement: https://t.co/buvq5mG2q3 pic.twitter.com/a8zjGgcOCO
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 3, 2023