fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Beraði kynfæri sín og áreitti konu fyrir utan pólsku búðina í Iðufelli

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 3. október 2023 17:00

Myndin sýnir baksvip mannsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nítján ára gömul kona, sem lítur út fyrir að vera töluvert yngri, varð fyrir kynferðislegri áreitni af hendi erlends manns í Iðufelli í Breiðholti í dag. Móðir stúlkunnar lýsir atvikinu svo í íbúahópi á Facebook og varar íbúa við manninum:

„Finn mig knúna til að setja inn aðvörun til foreldra á svæðinu. Dóttir mín sem er mjög ungleg í útliti, er að ganga inní pólsku búðina í Iðufelli. Fyrir utan stendur maður með hendur inn fyrir buxnastrenginn og er þar enn þegar hún labbar út.

Þegar hún gengur úr búðinni spyr hann á ensku hvað klukkan sé? Hún svarar og hann rífur upp typpið og otar því að henni . Hún öskrar á hann og hann byrjar að labba að henni og þegar hún öskraði aftur og það kom annar maður þá gengur hann í burtu í átt að Asparfelli.

Hún náði af honum video aftan frá og hringdi á lögreglu. Þessi maður hefur víst verið að hanga við Mini market og áreitt fleiri.

Hann er dökkur á hörund. Með dökkt hár, Meðal maður af stærð með pínu skegg. Talar lélega ensku. Hann var í mjög áberandi jakka svo mögulega er hann oft í honum, því fleiri vissu hver hann væri.

Nú er þarna leikskóli og grunnskóli og hann virðist áreita ungar stelpur.

Endilega ræðið við börnin ykkar og tilkynna lögreglu ef þið vitið hver hann er.

Viljum ekki hafa svona í hverfinu okkar“

Móðirin segir í samtali við DV að maðurinn sé mikið á sveimi í kringum barnmörg svæði, t.d. skóla og leikskóla, og glápi á börnin. Eins og kemur fram í færslu konunnar er athæfi mannsins komið inn á borð til lögreglu en konan segir við að hún hafi fengið skilaboð frá fleiri stúlkum sem maðurinn hafi áreitt.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu