Ivan Toney skoraði í æfingaleik Brentford og ítalska B-deildarliðsins Como í dag.
Framherjinn knái undirbýr sig af kappi fyrir endurkomu sína á knattspyrnuvöllinn í janúar. Hann er sem stendur í löngu banni vegna brota á veðmálareglum.
Toney má ekki spila keppnisleik á meðan banninu stendur en mátti spila leik dagsins sem fór fram fyrir luktum dyrum. Var þetta fyrsti leikur kappans frá því í maí.
Toney hefur verið orðaður við önnur félög þrátt fyrir bannið. Má þar nefna Arsenal og Chelsea.
Mark hans í dag má sjá hér að neðan.
Ivan Toney scores in Brentford B’s 2-2 draw with Italian side Como in a behind-closed-doors match this afternoon 🔴⚪ pic.twitter.com/p7d1MXJUH3
— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 3, 2023