fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Orðið á götunni: Þjálfarakapall í KR

Eyjan
Þriðjudaginn 3. október 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið á götunni er að KR-inga dreymi um að fá Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks, til að taka við þjálfun liðsins. Stjórn félagsins ákvað að láta einn dáðasta son félagsins, Rúnar Kristinsson, fara og leitar að eftirmanni hans. Ákvörðunin um að henda Rúnari út úr Frostaskjólinu fer ekki vel í alla þá sem halda með KR.

Óskar Hrafn er KR-ingur en líklega er það skot út í bláinn hjá stjórn félagsins að reyna að fá einn besta þjálfara landsins til að taka við KR í dag, aðstaðan hjá félaginu er léleg og fjármálin eru ekki sterk. Miklu meiri líkur eru á því að Óskar taki við liði í atvinnumennsku – þar er umhverfi sem samrýmist metnaði hans.

Líklegri kostir fyrir KR eru Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Óskars hjá Breiðabliki. Þá gæti Sigurður Ragnar Eyjólfsson eða Brynjar Björn Gunnarsson komið inn í Frostaskjólið en báðir eru fyrrum leikmenn félagsins. Ólafur Kristjánsson er svo á lausu og hefur ítrekað sannað ágæti sitt sem þjálfari.

Eldri KR-ingar láta sig dreyma um gömlu góðu tímana, þegar KR var í fremstu röð, og hefur nafn Guðjóns Þórðarsonar verið nefnt til sögunnar.

KR er á krossgötum – félagið er að vonast eftir nýrri aðstöðu en Reykjavíkurborg hefur dregið þær framkvæmdir á langinn. Félagið vill aftur komast í fremstu röð en líklega er nokkuð í að það ætlunarverk þeirra takist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá

Dagfari: Fækkum ráðherrum, stofnunum og aðstoðarmönnum – aðhaldið verður að koma ofan frá
Eyjan
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku

Segir Sjálfstæðisflokkinn slá ryki í augun á millistéttarfólki – Í raun standi til að lækka skatta á hina ríku
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“

Snorri vill leggja Fjölmiðlanefnd niður – „Það er bara gert grín að þessu, þetta er bara brandari“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“

Þrumuræða Ingu Sæland vekur mikla athygli – „Ég fyrirlít stjórnvöld sem ætla ekki að taka á þessu“