fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Sheik Jassim ekki klár í neitt leikrit með Glazer fjölskyldunni

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 3. október 2023 14:30

Sheik Jassim.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sheik Jassim frá Katar hefur engan áhuga á því að kaupa lítinn hlut í Manchester United og eiga þá félagið með Glazer fjölskyldunni.

Söluferlið er í fullum gangi og hefur verið undanfarna mánuði, nú er talið líklegast að Sir Jim Ratcliffe eignist 25 prósent hlut í félaginu.

Glazer fjölskyldan sem er mjög umdeild á meðal stuðningsmanna mun þá eiga meirihluta í félaginu áfram og ráða öllu.

Sheik Jassim vill kaupa allt félagið og ráða því hvernig hlutirnir verða gerðir.

Stuðningsmenn United eru ekki spenntir fyrir því að Glazer fjölskyldan verði áfram með eignarhald í félaginu en þeir hafa alla tíð verið umdeildur.

United er nokkuð skuldsett félag vegna yfirtöku Glazer og þá er heimavöllur félagsins í niðurníðslu og míglekur þakið á honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vestri staðfestir komu Ganverja

Vestri staðfestir komu Ganverja
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út
433Sport
Í gær

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing