Edin Terzic þjálfari Borussia Dortmund er í reglulegum samskiptum við Jadon Sancho og vonast eftir því að fá kantmanninn á láni í janúar.
Bild í Þýskalandi fjallar um málið en framtíð Sancho hjá Manchester United er í lausu lofti.
Sancho átti frábæra tíma hjá Dortmund áður en Manchester United keypti hann á 75 milljónir punda fyrir rúmum tveimur árum.
Sancho hefur ekki fundið sig á Old Trafford og verið í vandræðum bæði innan og utan vallar.
Hann fær nú ekki að æfa með aðalliði félagsins eftir að hafa farið í stríð við Erik ten Hag og neitar kappinn að biðjast afsökunar.
🚨 Jadon Sancho is on the verge of leaving #mufc in January and a loan is more likely than a permanent deal at this stage. Dortmund coach Edin Terzic is in regular contact with Sancho as they appreciate each other very much, he wants to play regularly! [@Plettigoal] pic.twitter.com/4kQYpTui3b
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) October 3, 2023