fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Þrjú ofbeldismál gegn Sölva Tryggvasyni felld niður

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. október 2023 09:21

Sölvi Tryggvason Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla hefur hætt rannsókn á þremur málum er varða kærur jafnmargra kvenna gegn Sölva Tryggvasyni hlaðvarpsstjóra. Málin ollu því að Sölvi hrökklaðist úr starfi um tíma og hvarf úr sviðsljósinu.

Vísir greinir frá þessu og fer yfir atburðarásina í tengslum við „slaufun“ Sölva vorið 2021 og eftirmál þeirra atburða. Vísir hefur undir höndum gögn sem sýna að rannsóknir vegna þriggja kæra á hendur Sölva hafa verið felldar niður.

Sölva-málin hófust með umræðu um að þjóðþekktur maður hefði keypt sér kynlífsþjónustu og síðan gengið í skrokk á konunni sem veitti þjónustuna. Þetta var vorið 2021. Sölvi var þar ranglega bendlaður við brot sem Vilhjálmur Freyr Björnsson framdi og var sakfelldur fyrir í fyrra.

Sölvi kom síðan fram sem viðmælandi í eigin hlaðvarpsþætti þar sem lögmaður hans, Saga Ýrr Jónsdóttir, ræddi við hann. Þar lýsti hann sig saklausan af áburði um ofbeldisbrot en sagði frá átökum við fyrrverandi kærustu sína sem hefði hótað því að svipta hann mannorðinu.

Eftir þáttinn lögðu tvær konur fram kærur á hendur Sölva fyrir ofbeldi. Önnur konan kærði hann fyrir ofbeldisbrot á heimili hennar og mun það vera fyrrverandi kærasta hans. Önnur kona kærði Sölva fyrir kynferðisbrot sem á að hafa átt sér stað á heimili hans í júní árið 2020. Ekki er gerð nánari grein fyrir þriðja málinu í frétt Vísis fyrir utan að greina frá því að þriðja konan hafi kært hann og hafi það verið gert í kjölfar hins umtalaða hlaðvarpsþáttar þar sem Sölvi var í viðtali við lögmann sinn.

Lögregla hefur fellt niður rannsókn í öllum málunum þremur. Sölvi hefur snúið til baka með hlaðvarpsþátt sinn en Vísir hefur orð á því að ólíkt því sem áður var komi ekki lengur fram þjóðþekkt fólk í þáttum hans heldur fólk sem gjarnan syndir gegn straumnum í þjóðfélagsumræðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“