fbpx
Laugardagur 15.febrúar 2025
Fréttir

Mega fangar í lokuðum fangelsum nota samfélagsmiðla? Og hvaða reglur gilda um síma- og netnotkun?

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 29. september 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fangelsi eins og það birtist okkur í fréttum, heimildarmyndum og jafnvel skemmtiefni frá Bandaríkjunum málar upp töluvert stranga mynd þar sem fangar fá aðeins fáein tækifæri til að hringja stutt símtöl og hafa lítið færi á því að fylgjast með þjóðfélagsumræðunni og öðru í gegnum netið. Við vitum samt flest að fangelsismál eru allt öðruvísi hér á landi, þar sem fangelsi eru ríkisrekin en ekki í einkarekstri, dómar gjarnan vægari heldur en tíðkast hjá ensku mælandi nágrönnum okkar og fjöldi dómþola afplánar í opnum fangelsum, með samfélagsþjónustu eða með því að sæta skilorði. En hvaða reglur gilda um net- og símanotkun íslenskra fanga í lokuðu fangelsunum að Litla-Hrauni og Hólmsheiði.

Ekki virkir í athugasemdum

Blaðamaður leitaði til Fangelsismálastofnunar eftir svörum, en í þeim kemur fram að fangar hafa vissulega aðgengi að umheiminum, en með takmörkunum þó. Um þetta hafa verið settar sérstakar reglur um fyrirkomulag og notkun nettengdra tölva og síma í lokuðum fangelsum, reglur nr. 1461 sem settar voru í desember árið 2021. Verður hér gerð grein fyrir helstu reglum sem gilda.

Fangar í lokuðum fangelsum hafa aðgang að nettengdri tölvu í sameiginlegu rými fangelsis. Fangelsismálastofnun setur sérstakar reglur um fyrirkomulag og notkun raftækja, síma og nettengdra tölva. Samkvæmt reglum þessum er föngum í lokuðu fangelsi óheimilt að hafa nettengda tölvu í klefa sínum. Þeim er þó heimilt samkvæmt ákvörðun forstöðumanns að hafa aðgang að nettengdri tölvu í sameiginlegu rými fangelsisins.

„Tilgangurinn með því að leyfa fanga að hafa aðgang að nettengdri tölvu í lokuðum fangelsum er að gera honum kleift að fylgjast með gangi þjóðmála, að sinna persónulegum erindum við opinberar stofnanir og að sinna námi sínu og/eða vinnu. Netnotkuninni fylgja ýmsar takmarkanir, sem skv. 2. gr. reglna nr. 1461 er óheimilt að nýta nettengingu til að ræða um, birta eða senda frá sér nokkurt efni er varðar samfanga, starfsmenn eða starfsemi fangelsis. Jafnframt er óheimilt að taka þátt í umræðu í gegnum netið, svo sem í gegnum athugasemdakerfi fjölmiðla. Samkvæmt 3. gr. sömu reglna er fanga með öllu óheimilt að halda úti eða nýta samskiptamiðla eða eigin vefsíður, líkt og Facebook, Twitter, Instagram, Snapchat, einkamálasíður, einkamálaauglýsingar sem og aðrar vefsíður og miðla sem samrýmast ekki tilgangi reglnanna. Ef fangar eru skráðir í skóa hafa þeir einnig aðgang að nettengdri tölvu á skólatíma,“ segir í svörum Fangelsismálastofnunnar.

Þar með hafa fangar ekki kost á að gerast virkir í athugasemdum, eða skrifa færslur á Facebook. Eins er þeim óheimilt að nýta aðra nettengingu en þá sem fangelsið útvegar. Fangar mega ekki heldur hlaða niður afþreyingarefni á borð við kvikmyndir, þætti, tölvuleiki eða annað sambærilegt. Með netnotkun er fylgst með þar til gerðum eftirlitsbúnaði og er föngum óheimilt að nota hugbúnað til að fela netnotkun sína, svo sem með því að nota VPN-tengingu eða eyða vafrasögu.

Ekki með eigin síma

Fangar fá ekki að vera með farsíma í lokuðum fangelsum, þ.e. á Litla Hrauni og Hólmsheiði. Það er sími á hverjum gangi sem fangar geta notað til að hringja símtöl. Samkvæmt 7. gr. áðurnefndra reglna eru símar í lokuðum fangelsum staðsettir á hverri deild og eru símatímar samkvæmt húsreglum hvers fangelsis. Föngum í lokuðum fangelsum er óheimilt að vera með síma í fórum sínum.

„Það má hins vegar heimila föngum í opnum fangelsum að hafa nettengda tölvu og farsíma í klefa sínum á nánar tilgreindum tímum. Fangelsismálastofnun setur nánari reglur um notkun slíkra tækja.“

Brjóti fangar gegn ofangreindum reglum eiga þeir yfir höfði sér viðurlög og getur slíkt brot haf áhrif á umsóknir þeirra um vistun í opnu fangelsi, um dagsleyfi, fjölskylduleyfi, vistun utan fangelsa, rafrænt eftirlit og haft áhrif á möguleika til reynslulausnar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Candice Aþena ranglega sökuð um áreitni við börn – Misþyrmingar og ítrekuð rúðubrot

Candice Aþena ranglega sökuð um áreitni við börn – Misþyrmingar og ítrekuð rúðubrot
Fréttir
Í gær

Ungur maður sem tapaði í Fortnite framdi ólýsanlegt grimmdarverk

Ungur maður sem tapaði í Fortnite framdi ólýsanlegt grimmdarverk
Fréttir
Í gær

Gamli formaðurinn ánægður með Einar – „Hann er flestum stjórnmálamönnum fremri“

Gamli formaðurinn ánægður með Einar – „Hann er flestum stjórnmálamönnum fremri“
Fréttir
Í gær

Sigrún segir að kennarar tali um hræðslu – Kallar eftir að áhersla verði lögð á þetta

Sigrún segir að kennarar tali um hræðslu – Kallar eftir að áhersla verði lögð á þetta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaðurinn Beggi litli, sem gerði garðinn frægan sem strokufangi um aldamótin, fær enn einn dóminn

Síbrotamaðurinn Beggi litli, sem gerði garðinn frægan sem strokufangi um aldamótin, fær enn einn dóminn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það eru því ekki nema einhverjar vikur eftir af fjölmiðlum Sýnar sem almennum miðlum“

„Það eru því ekki nema einhverjar vikur eftir af fjölmiðlum Sýnar sem almennum miðlum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lesendur DV vilja Sönnu sem borgarstjóra – Katrín Jakobsdóttir ofarlega á blaði

Lesendur DV vilja Sönnu sem borgarstjóra – Katrín Jakobsdóttir ofarlega á blaði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eyrún lenti í óskilvirkum frumskógi heilbrigðiskerfisins – „Allir þessir læknar spurðu mig nákvæmlega sömu spurninga“

Eyrún lenti í óskilvirkum frumskógi heilbrigðiskerfisins – „Allir þessir læknar spurðu mig nákvæmlega sömu spurninga“