fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Fókus

Hættulegur dans Britney á Instagram vakti ótta og lögreglan send að heimili hennar

Fókus
Fimmtudaginn 28. september 2023 21:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Britney Spears hefur verið svo mikið í sviðsljósinu undanfarin tvö ár að það minnir helst á tímann sem hún var á hátindi ferils síns. Samt hefur hún ekki verið að gefa út tónlist eða koma fram á tónleikum. Hún varð aftur sjálfráða eftir rúmlega áratug undir stífu eftirliti lögráðamanna og hefur meðal annars nýtt frelsið til að dansa og tjá sig eins og henni sýnist.

Hafa myndbönd og færslur hennar á Instagram þó vakið áhyggjur aðdáenda sem telja að söngkonan sé mögulega hætt að taka lyf við geðhvarfasýkinni sem hún glímir við. Söngkonan birti í vikunni myndband þar sem hún var að dansa vopnuð hnífum. Þar hringsnerist hún með tvo stóra eldhúshnífa í magabol og á brókunum.

„Ég byrjaði að leika mér í eldhúsinu með hnífum í dag. Engar áhyggjur, þetta eru EKKI alvöru hnífar,“ skrifaði söngkonan í færslu með myndbandinu. Engu að síður heyrðist stál mæta stáli þegar hnífarnir rákust saman.

Þó engum virðist hafa orðið meint af þessum hættudansi þá varð myndbandið til þess að lögregla var kölluð út að heimili hennar til að athuga með líðan söngkonunnar. Munu lögreglumenn þó hafa metið aðstæður sem svo að Britney hafi hvorki verið í líkamlegri eða andlegi hættu og yfirgáfu þeir svæðið án frekari afskipta.

Þetta er í annað sinn á þessu ári sem lögreglan er kölluð út á heimilið. Í janúar voru það aðdáendur sem höfðu svo látlaust samband við neyðarlínu að ekki var hægt að loka eyrunum fyrir því. Þá fór lögregla að heimili hennar og staðfesti að söngkonan væri við góða heilsu. Í kjölfarið birti Britney færsu á samfélagsmiðlum þar sem hún þakkaði aðdáendum fyrir að vera vökulir en nú hefðu þeir þó gengið of langt. Með því að kalla lögregluna út að heimili hennar hefði verið brotið gegn friðhelgi einkalífs hennar.

„Mér fannst ég verða fyrir gaslýsingu og einelti þegar þetta atvik komast í fjölmiðla og enn á aftur máluð neikvæð mynd af mér á opinberum vettvangi“

Britney er sem stendur að skilja við eiginmann sinn til eins árs, fyrirsætuna Sam Asghari. Eiginmaðurinn fer fram á makalífeyri og lögmannskostnað. Þau kynntust við tökur á myndbandi við lagið Slumber Party árið 2016 en gátu þó ekki gift sig fyrr en á síðasta ári þar sem faðir Britney, sem jafnframt var lögráðamaður hennar, lagðist gegn því.

Sjá einnig: Áhyggjur aðdáenda ná nýjum hæðum – Dansaði ákaft með hnífa

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Birgir fór á skeljarnar tveimur árum seinna en hann ætlaði sér – „Lífið er smá óútreiknanlegt“

Birgir fór á skeljarnar tveimur árum seinna en hann ætlaði sér – „Lífið er smá óútreiknanlegt“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Megi 2025 vera stútfullt af hlátri, skemmtilegum stundum og góðu kynlífi“

Vikan á Instagram – „Megi 2025 vera stútfullt af hlátri, skemmtilegum stundum og góðu kynlífi“