fbpx
Föstudagur 27.september 2024
EyjanFastir pennar

Óttar Guðmundsson skrifar: Hallgerður

Eyjan
Laugardaginn 7. október 2023 06:00

Óttar Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um árabil var Hallgerður Höskuldsdóttir langbrók hataðasta kona Íslandssögunnar. Þjóðin kunni Njálu og hreifst með örlögum söguhetjanna. Gunnar Hámundarson á Hlíðarenda var kyntákn aldanna enda var hann allra mann glæsilegastur og mestur íþróttamaður. Menn báru Hallgerði konu hans ekki vel söguna. Hún var sögð hafa brugðist hetjunni á ögurstund og neitað um hárlokk í bogstreng. Gunnar var drepinn í framhaldi af þessum fjölskylduharmleik og dómstóll götunnar gekk af göflunum.

Smám saman hafa menn þó farið að sjá Hallgerði í öðru ljósi. Gunnar var úlfur í sauðargæru, ofbeldismaður sem barði konu sína. Hann tók aldrei málstað hennar í deilum við fjölskylduna á Bergþórshvoli þar sem húsfreyjan lagði hana í einelti. Hann var mikill skartmaður og líktist mörgum nútímaofbeldismönnum sem ganga um í Armanifötum og keyra um á glæsijeppa. Gunnar sýndi konu sinni lítinn kynferðislegan áhuga og stjórnaði heimilinu með frekjuköstum og fýlu. Ný söguskoðun hefur gjaldfellt Gunnar en hreinsað orðspor Hallgerðar.

Eitt nítjándu aldar skáld, Sigurður Breiðfjörð, sá þó í gegnum blekkingarleikinn kringum Gunnar og Hallgerði. Hann orti kvæði um Hallgerði þar sem hann sýnir örlögum hennar fullan skilning. Sigurður áttar sig ágætlega á fýlustjórnun Gunnars á heimilinu:

Boginn þegar brostinn var
býður hann fljóði sínu
fýlulega „Fá þú mér
flygsu úr hári þínu.“

Sigurður lýsir vel andlegu ofbeldi Gunnars gagnvart konu sinni. Hallgerður var í æsku misnotuð af fóstra sínum svo að hún átti erfiða áfallasögu. Breiðfjörð hefur fullan skilning á óhamingju Hallgerðar og óheppni hennar í karlamálum. Hér sýnir Sigurður hversu langt hann var á undan sinni samtíð og sá í gegnum hetjuna löngu fyrir nútímasöguskoðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Björn Jón skrifar – Ríkisstjórn á endastöð

Björn Jón skrifar – Ríkisstjórn á endastöð
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Ómissandi menn

Svarthöfði skrifar: Ómissandi menn
EyjanFastir pennar
24.08.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Afhjúpun á íhaldsins nekt

Sigmundur Ernir skrifar: Afhjúpun á íhaldsins nekt
EyjanFastir pennar
24.08.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Full í vinnunni

Óttar Guðmundsson skrifar: Full í vinnunni
EyjanFastir pennar
17.08.2024

Sigmundur Ernir skrifar: Það má jafnt virða söguna og læra af henni

Sigmundur Ernir skrifar: Það má jafnt virða söguna og læra af henni
EyjanFastir pennar
17.08.2024

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjartað mitt

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjartað mitt