fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Magnea fékk nóg af Birgittu – „Það eru fleiri í þessum heimi“

Fókus
Fimmtudaginn 28. september 2023 11:34

Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var mikil spenna í loftinu í síðasta þætti af LXS þegar Magnea Björg Jónsdóttir fékk nóg af Birgittu Líf Björnsdóttur.

LXS eru raunveruleikaþættir á Stöð 2 um samnefndan vinkonuhóp.

Í þættinum voru Magnea Björg, Birgitta Líf, Sunneva Einars og Ína María að ræða um komandi ferðalag þeirra til Kanarí.  Vísir greinir frá.

Magneu varð heitt í hamsi þegar Birgitta Líf greip fram í fyrir henni.

„Ég ætla að fá að spyrja fyrst, ég var að tala,“ sagði Magnea.

„Ég veit það ekki, kannski var þetta smá aggresíft, ég veit ekki. Hún er alltaf að grípa fram í,“ sagði Magnea í öðru atriði, þar sem hún sat ein fyrir framan myndavélina.

„Ég leyfi því að slæda mjög oft, en þarna var ég bara: „Ef þú segir ekkert þá heldur þetta áfram.“ Og ég þoli ekki þegar það er verið að grípa fram í. Jú, jú það kemur fyrir að maður grípur fram í, en Birgitta á það til að vera alveg: „Ussss!!! Uss!!“ […] því hún er í símanum og við erum eitthvað að spjalla. Það eru fleiri í þessum heimi.“

Vinkonurnar ræddu síðan málin.

„Allan tímann síðan við byrjuðum [hefur einhver gripið fram í fyrir mér þegar ég tala]. Það er bara vandræðalegt fyrir mig á cameru að það sé verið að þagga niður í mér,“ sagði Magnea.

Birgitta Líf sagðist þykja leitt að vinkonu sinni liði svona og tók Magnea við afsökunarbeiðninni.

Horfðu á atriðið hér að neðan.

@lxsforever

hvað er meira pirrandi?

♬ original sound – LXS

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram