fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Bærinn sem bannaði áhrifavöldum að koma

Ritstjórn DV
Laugardaginn 30. september 2023 19:00

Bókasafn smábæjarins Pomfret í Vermont en íbúar hans hafa fengið sig fullsadda af áhrifavöldum. Mynd: Wikimedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

NBC greindi frá því fyrir helgi að bær nokkur í Vermont ríki í Bandaríkjunum hafi ákveðið að tveir fjölförnustu vegir bæjarins yrðu lokaðir almenningi, fyrir utan íbúa sem eru um 1000, fram í miðjan október. Er þetta einkum gert til að stemma stigu við ferðamönnum sem gefa sig út fyrir að vera áhrifavaldar og hafa heimsótt bæinn í stríðum straumum á haustin einkum til að líta augum litabreytingar á laufum trjáa bæjarins og mynda þær í gríð og erg.

Yfirvöld í bænum, sem heitir Pomfret, ákváðu að lokanirnar myndu standa yfir frá 23. september til 15. október næstkomandi. Eru lokanirnar einnig ætlaðar til hefta aðgang að sveitabýli í einkaeigu sem hefur síðustu haust mátt þola ítrekaðar heimsóknir ferðalanga og áhrifavalda.

Bæjaryfirvöld segja að umferð síðustu haust vegna þeirra sem vilja skoða laufin skipta um lit hafi aukist til muna. Umferðin hafi valdið vaxandi vandamálum er snúi að öryggi, umhverfismálum, fagurfræði og lífsgæðum almennt.

Umrætt sveitabýli, Sleepy Hollow Farm, hefur verið eftirsótt meðal áhrifavalda á þessu árstíma sem vilja ná sem bestri mynd af laufunum á býlinu eins og þau líta út á þessum árstíma.

Tugir þúsunda ljósmynda og myndbanda sem tekin voru á Sleepy Hollow Farm hafa verið birtar á samfélagsmiðlum.

Á sumum myndbandanna má sjá fólk hunsa skilti á býlinu um að umferð óviðkomandi sé bönnuð og halda inn á landareignina til að taka myndir.

Íbúar á svæðinu hófu að safna fé á netinu til að fjármagna kaup á nauðsynlegum búnaði fyrir vegalokanirnar. Í kynningu á söfnuninni sagði að áhrifavaldar hefðu flætt yfir bæinn á undanförnum árum. Þessir áhrifavaldar fengju peninga frá styrktaraðilum og hefðu grætt fé með því að gera einkaheimili, Sleepy Hollow Farm, að sérstökum áfangastað til að taka myndir á til birtingar á samfélagsmiðlum.

Einnig var því haldið fram að áhrifavaldarnir hefðu valdið skemmdum á vegum, keyrt út af vegum sem hafi valdið því að draga hafi þurft bifreiðar þeirra aftur upp á vegi, traðkað á gróðri í görðum, gert þarfir sínar á einkalóðum, lagt bílum sínum á ökrum og í innkeyrslum annarra og verið með dónaskap í garð íbúa bæjarins.

Einn íbúa Pomfret bendir þeim ferðamönnum sem vilja skoða fallegar litabreytingar á laufum trjáa að hausti að gera það einhvers staðar annars staðar. Það sé mögulegt í ekki svo mikilli akstursfjarlægð frá bænum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu