fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Fréttir

Fundaröð um Sundabraut

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. september 2023 15:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegagerðin hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að í októberbyrjun verða haldnir kynningarfundir á vegum Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar um matsáætlun vegna umhverfisáhrifa Sundabrautar og fyrirhugaðar aðalskipulagsbreytingar.

Í tilkynningunni segir að Vegagerðin, í samvinnu við Reykjavík, vinni að undirbúningi Sundabrautar frá Sæbraut að Kjalarnesi. Markmið framkvæmdarinnar sé að bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta, dreifa umferð og bæta tengingar við og innan höfuðborgarsvæðisins, stytta akstursleiðir og ferðatíma og minnka þannig útblástur og mengun. Áætlaður framkvæmdatími er á árunum 2026-2031. Framkvæmdin verður boðin út sem samvinnuverkefni.

Haldnir verða þrír kynningarfundir um framkvæmdina, á þessu stigi málsins, auk morgunfundar í streymi sem haldinn verður í húsnæði Vegagerðarinnar. Á fundunum verður fyrirhuguð framkvæmd kynnt ásamt áherslum í komandi umhverfismati og vinnu við breytingar á aðalskipulagi. Til skoðunar séu valkostir á legu Sundabrautar auk tenginga við byggð og atvinnustarfsemi.

Í tilkynningunni kemur enn fremur fram að auk fulltrúa Vegagerðarinnar og Reykjavíkur verði á fundunum fulltrúar verkfræðistofunnar EFLU sem er ráðgjafi í Sundabrautarverkefninu.

Opnir kynningarfundir verða sem hér segir:

· Klébergsskóli: þriðjudaginn 3. október kl. 18:00-19:30

· Langholtsskóli: miðvikudaginn 4. október kl. 17:30-19:00

· Rimaskóli: fimmtudaginn 5. október kl. 17:30-19:00

Fundirnir verða teknir upp og upptökurnar gerðar aðgengilegar á vef Vegagerðarinnar og Reykjavíkur.

Morgunfundur verður haldinn föstudaginn 6. október kl. 9:00-10:15 í húsakynnum Vegagerðarinnar að Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Fundinum verður einnig streymt frá Facebook-síðu Vegagerðarinnar.

Frekari upplýsingar er að finna á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar en opið er fyrir umsagnir og athugasemdir til 19. október 2023. Sjá hér:

Vegagerðin, í samvinnu við Reykjavíkurborg, hefur lagt fram matsáætlun vegna umhverfismats Sundabrautar.

Með þessari verklýsingu eru boðaðar breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 sem varða legu og útfærslu Sundabrautar: Sundabraut – verkefnislýsing – breytingar á aðalskipulagi AR40.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sósíalistar bregðast við deilum innan flokksins með því að takmarka málfrelsi – „Svona lítur ógnarstjórn og þöggun út, svo allir athugi“

Sósíalistar bregðast við deilum innan flokksins með því að takmarka málfrelsi – „Svona lítur ógnarstjórn og þöggun út, svo allir athugi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga verða af milljörðum á hverju ári – „Þetta er til háborinnar skammar“

Segir Íslendinga verða af milljörðum á hverju ári – „Þetta er til háborinnar skammar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir svikapóstar í gangi – Lögreglan varar við „screen-sharing“

Margir svikapóstar í gangi – Lögreglan varar við „screen-sharing“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fulltrúar Carbfix sátu fyrir svörum á Húsavík eftir að hafa sett Hafnarfjörð á ís – Spurt um kostnað og öryggi

Fulltrúar Carbfix sátu fyrir svörum á Húsavík eftir að hafa sett Hafnarfjörð á ís – Spurt um kostnað og öryggi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deilurnar í Brákarey – Vildi skaðabætur vegna riftunar samnings í niðurníddu húsi

Deilurnar í Brákarey – Vildi skaðabætur vegna riftunar samnings í niðurníddu húsi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dómur féll í meiðyrðamáli: Máttu segja að nágrannakonan væri andlega veik

Dómur féll í meiðyrðamáli: Máttu segja að nágrannakonan væri andlega veik