fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Jóhann Páll: Ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum ekki mögulegt nema flokkurinn sé tilbúinn að lyppast niður og lúta stjórn Samfylkingarinnar

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 26. september 2023 15:00

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Páll Jóhannsson, alþingismaður Samfylkingarinnar, er ekki vongóður um að ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum sé mögulegt. Jóhann Páll er viðmælandi Þórarins Hjartarsonar í nýjum þætti hlaðvarpsins Ein Pæling.

Aðspurður hvort hann sæi fyrir sér aðstæður þar sem hann gæti hugsað sér að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum segir Jóhann Páll: „Það hlýtur alltaf að vera langerfiðast með Sjálfstæðisflokknum þannig að ég ætti bara hreinlega erfitt með að sjá fyrir mér svona „scenario“. Um hvað ættu þessir flokkar eiginlega að sameinast?

Jóhann telur jafnvel að þessir tveir flokkar séu að verða enn ólíkari og að sá áherslumunur sem Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn leggja fram sé að koma skýrar í ljós. Þetta hafi komið glögglega í ljós þegar Kristrún Frostadóttir og Bjarni Benediktsson tókust á á Sprengisandi fyrr í mánuðinum.

Hann er því ekki vongóður um að slíkt samstarf í ríkisstjórn geti átt sér stað nema Sjálfstæðisflokkurinn sé tilbúinn að sinna einhverju algjöru aukahlutverki.

Ég sé bara ekki hvernig það á að ganga upp – að fara í stjórnarsamband með Sjálfstæðisflokknum. Nema að Sjálfstæðisflokkurinn ætli að lyppast niður og leyfa Samfylkingunni að reka ríkisfjármála- og skattastefnuna sína. Bara þá, kannski, ef þau vilja þá vera í einhverju dútli meðfram.“

Hlýða má á hluta þáttarins hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á