fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Hvað ætti meðalbílskúr að vera stór?

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 26. september 2023 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað ætti meðal bílskúr að vera stór? Þetta er líklega spurningin sem brennur mest á bílskúrseigendum þessa lands, sem þurfa jafnvel margir að sannfæra maka sinn, sem er jafnvel minna fyrir skúrinn, um að fermetrar sem í boði eru séu einfaldlega of fáir.

Spurningin var borin upp í könnun í Facebook-hópnum Félag íslenskra bílskúrseigenda sem telur 2115 meðlimi þegar þetta er skrifað. Mögulega mun þeim fjölga þegar aðrir búlskúrseigendur átta sig á að þarna er komið samfélag áhugamanna um sameiginlegt hugðarefni: bílskúrinn.

Í könnuninni voru gefnir upp valmöguleikar frá 20 fm (sem allir sjá að er allt of lítið, nema maður ferðist aðeins um á reiðhjóli og hafi ekki ástríðu fyrir dóti) upp í 100 fm, þar sem jafnan var val um heilan tug og með 5 fm á milli. Þeir alhörðustu í fermetrum talið bættu síðan við 100 fm og 200 fm.

480 hafa nú þegar tekið þátt í könnuninni og eru 60 fm með afgerandi meirihluta atkvæða eða 25% atkvæða. Næstir þar á eftir eru 40 fm með 14% atkvæða, 50 fm með 12 atkvæða og 100 fm með 11% atkvæða.

Ljóst er að enginn bíll kemst fyrir í þessum skúr.

Fjöldi athugasemda hafa verið skrifaðar við könnunina

„35 er algjört lágmark, allt yfir því er mjög fínt. Er í 50 fm skúr núna,“ skrifar einn og birtir mynd af skúrnum sínum.

„Minn er 60 fm og er að leigja annan 60 fm, það sleppur fínt eins og er,“ segir annar og uppsker athugasemd um að hann eigi jú meira af gulli og djásnum en meðalmaðurinn. „Hvaða hvaða bara 14 bílar, vespa, fjórhjól og sláttutraktor og varahlutir fyrir flesta bílana líka, svo má ég nú ekki gleyma þessum 4 kerrum sem ég á líka,“ svarar maðurinn.

„Ég er með 32 fm + 6,5m fm geymslu inn af honum og finnst það full lítið. Ég held að 40-50 sé passlegt sem hluti af húsi. Stærra en það ætti að vera iðnaðarhúsnæði, sem allir grillandi heimilisfeður með skegg ættu auðvitað að eiga, lögum samkvæmt.“

Nóg pláss, en eru þetta nógu margir fermetrar?

Mikill vill fleiri fermetra

Ljóst er að hægt er að byrja smátt en þegar í stærra er komið vill mikill meira eins og máltækið segir, eða eins og einn skrifar í athugasemd:

„Ég byrjaði í 4fm geymslu og var mjög sáttur, svo fór ég í 50 fm skúr og hann er of lítill í dag.“

„20-25 er rétt nóg fyrir bíl og varla hægt að komast út úr honum, ég myndi segja 40-60 fm.“

„Er að leigja 40 fm en þyrfti svona 200 fm, allavega 80-100 fm.“

Greinilegt er að einhverjir eru að leigja bílskúr, annað hvort eingöngu eða aukalega til viðbótar við heimilisskúrinn. Það er því ljóst að líklega er mun hagstæðara fyrir fjárhag heimilisins að eiga bara einn stóran skúr í stað þess að leigja marga, hér og þar, með tilheyrandi kostnaði, akstri og tíma. Í það minnsta ef skúrinn er bara einn á heimilinu, þá veit maður hvar makinn er, „í skúrnum„ mögulega týndur innan um allt dótið þar.

Smekklega innréttað.

Lokaspurningin: „Hversu stór er þinn bílskúr, vildir þú að hann væri stærri eða er hann passlegur?“

Athugið að myndir eru af netinu, ekki úr könnun hópsins.

Nóg pláss til að vinna, dytta að, grilla og fá vinina í spjall.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“